)

Jerzy Dudek

Phil Thompson sparaði ekki stóru orðin þegar hann fjallaði um frammistöðu Jerzy Dudek eftir leikinn gegn Derby. Dudek varði hvað eftir annað meistaralega og kórónaði svo frábæran leik með því að verja vítaspyrnu frá Fabrizio Ravanelli. Hvernig svo sem sunnudagsleikirnir fara þá er ljóst að Liverpool heldur toppsætinu og á Dudek stóran þátt í því.

"Jerzy var alveg frábær í þessum leik eins og hann hefur reyndar verið allar götur síðan hann kom til okkar. Hann hefur mjög róandi áhrif á liðið. Það á ekki bara við um þennan leik heldur alveg frá sínum fyrsta leik."

"Hann varði vítaspyrnuna frábærlega og ég verð nú einnig að minnast á þátt Joe Corrigan því hann hefur unnið mikið með Dudek og tekur síðan markmennina á eintal fyrir hvern leik. Þeir fara saman yfir atriði eins og hverjir taka vítin og hvernig. Saman ákveða þeir svo hvernig ‘taktík’ skuli beita."

"Jerzy hlýtur að hafa verið fullur sjálfstrausts þegar kom að vítinu enda búinn að verja frábærlega fram að því. Sálfræðiþátturinn er einnig stór og Jerzy hafði hana sín megin."

TIL BAKA