)

Robbie Fowler

Robbie Fowler sagði í kjölfar þrennunar gegn Leicester: "Nick Barmby sagði mér fyrir leikinn að hann dreymdi að ég skoraði þrennu gegn Leicester. Fyrst og fremst hef ég áhyggjur af því að Nick Barmby skuli dreyma um mig. Ég er þó hæstánægður með að skora þrennu. Þetta er dæmigert, maður bíður heillengi eftir fyrsta markinu og svo koma þrjú í einni kippu. Ég hef þurft að þola mikla gagnrýni að undanförnu og það er niðurdrepandi en ég á góða að sem hjálpa mér. Pabbi minn hefur alltaf verið mér traustur og lætur mig vita ef ég er að gera eitthvað vitlaust. Ég er vonandi kominn á beinu brautina núna."

Phil Thompson var ánægður með Robbie: "Þrenna Robbie var frábær fyrir hann og liðsheildina. Hann þarfnaðist nokkra marka því að hann hefur ekki skorað mörk að undanförnu. Hann er búinn að leggja hart að sér og átti þetta skilið. Ég er viss um að Gerard Houllier verði stoltur af honum."

TIL BAKA