)

Michael Owen

Michael Owen er sá sem Englendingar treysta á að taki við hlutverki Alan Shearer sem aðalmarkaskorari landsliðsins og hann stóð svo sannarlega undir þeim væntingum gegn Þjóðverjum á Ólympíuleikvangnum í Munchen. Þrenna hans var hans fyrsta fyrir landsliðið en fyrir þennan leik hafði hann ekki einu sinni skorað tvö mörk í leik fyrir Englendinga. 12 mörk í 30 landsleikjum er ágætis byrjun á löngum og gæfuríkum ferli en hafa ber í huga að drengurinn er tæplega 22 ára gamall!!! Það er ekki ofsögum sagt að þetta er sannkallað undrabarn.

"Manni getur dreymt um að skora þrennu en þú reiknar ekki með að sá draumur rætist. Þetta var ótrúlegt og enginn gat reiknað með þessum úrslitum. Það er sterk liðsheild sem lagði grunninn að þessum sigri en ekki ég upp á eigin spýtur. Gerrard skoraði glæsilegt mark líka. Allir munu fá 10 af 10 mögulegum fyrir frammistöðu sína."

Leikmenn Liverpool skoruðu öll mörk Englendinga og má því með sanni segja að úrslit leiksins voru Þýskaland 1 - Liverpool 5.

TIL BAKA