)

Danny Murphy

Danny Murphy var valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta skipti á ferli sínum er Englendingar búa sig undir að mæta Þýskalandi og Albaníu.

"Stjórinn sagði að ef ég myndi leggja mig allan fram þá myndi þessi dagur koma. Ég trúði honum alls kostar ekki á þeim tímapunkti því að ég átti ekki fast sæti í liði Liverpool. En ég treysti honum og gerði eins og hann sagði mér og nú hefur draumurinn ræst. Hann hringdi í mig og tilkynnti mér að ég væri í hópnum. Ég sagði honum að hann ætti miklar þakkir skildar fyrir að hafa komið mér svo langt.

Það kom mér á óvart að þetta skyldi gerast svo snemma tímabils en ég bjóst við að Sven myndi meta stöðuna þegar liðið væri á tímabilið og þá ætti ég kannski möguleika. Samherjar mínir hafa óskað mér til hamingju en enginn er þó ánægðari en herbergisfélagi minn Steven Gerrard. Kannski verðum við saman á herbergi hjá enska landsliðinu líka? Það er þægilegt að hafa nokkra Liverpoolmenn í hópnum þannig að það verður auðvelt að aðlagast. Ég veit ekki hvort ég fæ að spila en ég er aðallega bara í skýjunum yfir að vera kominn í hópinn í fyrsta skipti."

TIL BAKA