)

Sander Westerveld

Westerveld var án efa maður leiksins í Góðgerðarskildinum gegn Man Utd og sannaði enn og einu sinni hversu mikilvægur hann er fyrir liðið. Hann varði stórglæsilega í þrígang og kom í veg fyrir að United næði að jafna metin. Yorke, Keane og Nistelroy urðu helst fyrir barðinu á snilld hans. Westerveld átti misjafnt tímabil í fyrra en kom sterkur upp undir lokin. Umræða í sumar hefur verið þó nokkur um að Liverpool ætlaði að kaupa þennan markvörð eða hinn en Westerveld hefur haldið ró sinni enda Houllier fullvissað hann um að hann sé númer 1 hjá honum. Westerveld hefur lítið getað leikið á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla og kom því enn meira á óvart hversu öflugur hann var gegn Man Utd. Frábær frammistaða hjá manni sem hefur allt á hreinu og heldur yfirleitt hreinu.
TIL BAKA