)

Jamie Redknapp

Það var vissulega ánægjulegt að sjá að Jamie Redknapp hefur hafið æfingar að nýju á Melwood. Hann hefur ekkert leikið á þessu tímabili síðan hann fór í uppskurð í sumar og ekkert spilað með Liverpool að ráði síðan hann meiddist gegn Sunderland í nóvembermánuði 1999. Það er frekar ólíklegt að hann muni taka nokkurn þátt í þessu tímabili og mun eflaust eiga í erfiðleikum framan af þvi næsta enda þarf hann aftur að venjast þeirri rússíbanakeyrslu sem er í ensku úrvalsdeildinni. Það er einnig langt í frá öruggt að hann muni nokkru sinni ná fyrri styrk eftir svo langa fjarveru en vonandi mun atorkusemi hans sem hann er víðfrægur fyrir skila sér og hann verði kominn í ágætis form í lok ársins.
TIL BAKA