)

Danny Murphy

Danny Murphy hefur átt hinn undarlegasta feril hjá Liverpool. Hann kom til Liverpool sumarið 1997 og átti erfitt uppdráttar. Hann hefur viðurkennt að viðhorf hans sæmdi ekki atvinnumanni í knattspyrnu. Hann var stórlax hjá Crewe en áttaði sig ekki fullkomlega á því að hann var bara orðinn einn af fjölmörgum góðum leikmönnum hjá Liverpool. Hann átti í erfiðleikum vegna þessa og ekki réði hann við úrvalsdeildina. Murphy var lánaður aftur til Crewe leiktíðina 1998-99 og síðan hann snéri þaðan aftur hefur Houllier gefið honum nokkur spörk í rassinn og viðhorf hans hefur breyst.

Murphy hefur yfirleitt sýnt góðan leik á þessu tímabili en á það helst of oft til að eiga stjörnuleik einn daginn og hverfa þann næsta. Um leið og hann nær meira jafnvægi í leik sinn þá eru góðir tímar framundan. Tvö mörk Danny Murphy gegn Villa um helgina gefa vonandi tóninn og við höldum fast í vonina að hann eigi eftir að standa sig með sóma það sem eftir lifir þessa tímabils.

TIL BAKA