)

Igor Biscan

Igor Biscan lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool gegn Ipswich og féll hann greinilega vel í kramið hjá þeim Púllurum sem voru á Anfield og sögðu hann hafa gert meira á 20 mínútum en allir hinir leikmennirnir til samans á 90. Biscan hóf ferillinn sem varnarmaður en hefur færst framar á völlinn sem varnar- eða sóknartengiliður og var jafnvel látinn leika stöðu framherja á þessu tímabili hjá Dinamo þó að það sé nú ekki eftirlætisstaða hans. Hann er fljótur, með gott þol, framsækinn, góður skallamaður og skotfastur. Igor Biscan hefur alla burði til að vera miðjumaður í fremstu röð og verður spennandi að sjá hvernig úr rætist og eru menn þegar farnir að sjá fyrir sér Steven Gerrard og Igor Biscan saman á miðjunni um ókomna tíð og það verður spennandi tíð og uppskeran ríkuleg.
TIL BAKA