Steven Gerrard
Sander var ekki sleipur í hornspyrnunum frekar en fyrri daginn en Steven taldi það ekki heldur eftir sér að redda því með beinskeyttum sköllum frá marki. Það var því ekki nóg með að Steven réði hægri kantinum heldur stjórnaði hann vítateignum einnig.
Gerrard var sigurreifur eftir leik: "Sigurleikir gegn Everton eru alltaf sérstakir. Það var frábært fyrir Nick Barmby að skora gegn fyrrverandi félagi sínu. Það hlýtur að hafa verið draumi líkast fyrir hann að sjá boltann fara í netið. Ég get fullvissað ykkur um að ég var líka í draumaheimi. Ég naut hverrar einustu mínútu. Það er gaman þegar fólk segir að þú hafir verið að leika vel. Ég hef ekki leikið marga leiki í hægri bakverðinum en ef ég held áfram að standa mig svona vel og held sæti mínu í liðinu þá er það hið besta mál."
Houllier var ánægður með strákinn: "Það er erfitt að velja sérstakan leikmann úr liðinu eftir svona góða frammistöðu en Steven var frábær."