)

Titi Camara

Gíneubúinn Titi Camara var sífellt bendlaður við brottför frá Liverpool til Celtic eða einhvers annars liðs þar sem hann mátti vænta þess að eiga greiðari leið í aðalliðið. Stöðugleiki er ekki hans aðalsmerki en ef Titi er í stuði þá er þessi drengur engum líkur. Hann byrjaði síðasta keppnistímabil með hvelli en leið útaf er líða tók á veturinn. Titi hefur átt við bakmeiðsli að stríða í upphafi tímabils en frammistaða hans gegn varaliði Man Utd bar þess merki að hann sé til í slaginn. Hann rústaði gjörsamlega liði Scummarana sem hafði marga sterka leikmenn innanborðs, mataði samherja sína af frábærum sendingum og setti tvö mörk sjálfur eða raunar þrjú því að markið sem var skrifað á Meijer var eign Titi því að boltinn breytti varla um stefnu af Meijer er hann fór í markið. Hann segist vera reiðubúinn að glíma um tvær framherjastöður við fjóra aðra framherja og við tökum hattinn ofan fyrir ákveðni hans. Áfram Titi!!
TIL BAKA