)

Christian Ziege

Christian Ziege vann kosninguna um mann vikunnar nokkuð auðveldlega. Hann fékk um 48% atkvæða þeirra 377 sem greiddu atkvæði en Fowler fékk 32% og Diomede 19%.

Ziege er vel að titlinum kominn enda átti hann stórleik gegn Sunderland. Mig grunar samt að þetta muni ekki teljast til sérstaks stórleiks hjá honum því að hann á eftir að dæla svona boltum fyrir í allan vetur ef hann heldur heilsu. Þetta er einn sá reyndasti í boltanum og veit vel úr hverju boltinn er gerður og greinilega búinn að sjá út flughæfni boltans og hefur það umfram flesta leikmenn sem hefur verið stillt upp á öðrum hvorum kantinum hjá Liverpool síðastliðin ár. Þetta er leikmaðurinn sem maður er búinn að óska heitt í mörg ár að myndi villast inn á Anfield enda eru sendingar hans með því besta sem völ er á í heiminum í dag.

TIL BAKA