)

Liverpool-Survivor

1 Jerzy Dudek - Orðaður við Feyenoord. Jose Reina kominn og Pólverjinn er sagður farinn að ókyrrast.

3 Steve Finnan - Sá leikmaður sem tók hvað mestum framförum á síðasta tímabili. Verður pottþétt áfram.

4 Sami Hyypiä - Orðaður við ítölsk lið. Rafa er að leita að miðverði en Sami verður boðinn nýr tveggja ára samningur.

5 Milan Baros - Rafa er ekki sáttur við Tékkann og vill hann á brott.

6 John Arne Riise - Í uppáhaldi hjá Rafa og verður hjá félaginu um ókomin ár.

7 Harry Kewell - Átti í miklum erfiðleikum á síðasta tímabili en virðist ætla að fá enn eitt tækifæri. Hann mun missa af upphafi leiktíðar vegna meiðsla.

8 Steven Gerrard - Fyrirliðinn hefur lofað því að vera hjá Liverpool um ókomin ár.

9 Djibril Cissé - Ótrúlega snöggur að jafna sig á fótbrotinu. Verður spennandi að fylgjast með honum hjá Liverpool á næsta tímabili.

10 Luis Garcia - Eftirlæti Rafa og skyldi engan undra. Verður bara betri og betri.

11 Vladimir Smicer - FARINN - Hann samþykkti tveggja ára samning við Bordeaux.

12 Mauricio Pellegrino - FARINN - Gekk til liðs við Alaves.

13 Anthony Le Tallec - FARINN Á LÁNI 2005-2006 - Var lánaður til Sunderland út 2005-2006 tímabilið.

14 Xabi Alonso - Verður kóngurinn á miðju Rafa um ókomin ár.

15 Salif Diao - Á LEIÐINNI ÚT - Sunderland hefur áhuga.

16 Dietmar Hamann - Skrifaði undir nýjan samning til 2006 með möguleika á ári í viðbót.

17 Josemi - Ekki brilleraði drengurinn á sínu fyrsta tímabili en allt lítur út fyrir að hann verði áfram.

18 Antonio Nunez - FARINN - Nunez gekk til liðs við Celta Vigo 29. júlí.

19 Fernando Morientes - Verður mikilvægur fyrir lið Liverpool. Hefur mikla reynslu sem mun nýtast liðinu svo um munar.

20 Scott Carson - Nýkominn en gæti orðið þriðji valkostur á eftir Jerzy Dudek og Jose Reina.

21 Djimi Traore - Hefur þaggað niður í efasemdaröddum og verður áfram hjá Liverpool

22 Chris Kirkland - FARINN Á LÁNI 2005-2006 - Lánaður til W.B.A.

23 Jamie Carragher - Þarf að segja eitthvað um herra Liverpool? Hann fékk nýjan samning í sumar.

24 Florent Sinama Pongolle - Missti af síðari hluta tímabilsins vegna meiðsla en hann lofar góðu og Rafa vill örugglega halda í hann. Er að hefja æfingar.

25 Igor Biscan - FARINN - Hann gekk til liðs við gríska liðið Panathinaikos.

26 Richie Partridge - FARINN - Kominn á sex mánaða samning hjá Sheffield Wednesday.

29 Patrice Luzi - FARINN - Hann var til reynslu hjá belgíska félaginu Excelsior Mouscron.

31 David Raven - Efnilegur varnarmaður sem ætlar að sanna sig frekar og fær tíma til þess. Gæti þó verið lánaður til Tranmere á þessu tímabili.

32 John Welsh - Á LEIÐINNI ÚT - Rafa hefur sagt honum að hann geti farið.

33 Neil Mellor - Ófá félögin vilja fá hann í sínar raðir og því miður virðist hann vera á útleið.

34 Darren Potter - Er leikinn og þrælöflugur miðjumaður. Verður áfram.

35 Stephen Warnock - Algjör nagli sem hefur fótbrotnað tvisvar ef ekki þrisvar. Verður áfram hjá Liverpool.

36 Jon Otsemobor - FARINN - Samdi við Rotherham.

37 Zak Whitbread - Fékk nokkur tækifæri og fær vonandi fleiri á næsta tímabili.

40 Paul Harrison - FARINN - Hefur verið að reyna fyrir sér hjá Chester.

41 Mark Smyth - FARINN

42 Robbie Foy - Var í láni hjá Hearts. Eini Skotinn í hópnum. Það er ekki gott að segja hvort framtíð hans sé hjá Liverpool.

Án númers. El Hadji Diouf - FARINN - Stóð sig vel sem lánsmaður hjá Bolton á síðustu leiktíð. Bolton fjárfesti í honum í sumar.

Án númers. Alou Diarra - FARINN - Var valinn í franska landsliðshópinn eftir frammistöðu sína hjá Lens. Þeir keyptu hann á tvær milljónir punda.

Án númers. Gregory Vignal - FARINN - Spilaði í láni hjá Rangers á síðustu leiktíð og gekk vel þar á bæ. Hann gekk í raðir Portsmouth eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Liverpool ári áður en samningurinn átti að renna út.

Án númers. Bruno Cheyrou - FARINN - Var í láni hjá Marseille á síustu leiktíð. Verður áfram í láni í Frakklandi. Nú mun hann reyna fyrir sér hjá Bordeaux.

TIL BAKA