)

Nick Barmby

Ef einhverjir voru fullir efasemda um kaupin á Nick Barmby þá hefur hann með frammistöðu sinni á þessu tímabili sýnt og sannað að slíkar efasemdir eiga ekki rétt á sér. Frammistaða hans gegn Rapid Búkarest var hreint út sagt frábær. Barmby var fullur tilhlökkunar að leika sinn fyrsta Evrópuleik á ferlinum og andstæðingar hans á hægri kantinum voru ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu. Kevin Keegan hafði það á orði eftir leik Englendinga og Frakka um daginn að "Barmby hljóp á nánast hverri einusti torfu á vellinum og ég er hæstánægður með frammistöðu hans. Ég varð að taka hann út af því ég var búinn að fá nóg af því að horfa á hann hlaupa svona mikið." Maður skilur þessi orð Keegan mætavel eftir óþreytandi spretti Barmby upp og niður kantinn gegn Rapid. Hann skapaði alltaf usla í vítateig Rapid þegar hann fékk boltann, átti einnig þrumuskot í samskeytin og ekki sakaði að hann skoraði með góðu skoti eftir frábæran undirbúning Michael Owen. Nick Barmby barðist af 120% krafti í leiknum og þannig leikmenn eru velkomnir á Anfield.
TIL BAKA