)

Jon Otsemobor

Jon Otsemobor hefur heldur betur sýnt hvað í hann er spunnið þegar Houllier gaf honum tækifæri með aðalliðinu. Þessi ungi hægri bakvörður frá Speke í Liverpoolborg á vonandi framtíðina fyrir sér hjá LFC.

Hann er stór og sterkur og ekki ólíkur Steven Gerrard í vexti og ætti því að geta látið finna fyrir sér. Hann er jafnframt geysilega leikinn með knöttinn og var nálægt því að skora mark gegn Southampton á Anfield eftir skemmtilegan einleikskafla þar sem þrír andstæðingar lágu í valnum.

Þetta ár hefur verið viðburðarríkt hjá Otsemobor í meira lagi. Hann var á mála hjá Hull þar sem hann skoraði 3 mörk í 9 leikjum. Hann hefur einhverra hluta vegna verið skotmark glæpóna í borginni sem hafa skotið hann með byssu í afturendann og gerðu sér svo lítið fyrir og sprengdu bílinn hans í loft upp. En nú er betri tíð framundan því að hann virðist fær um að spjara sig í úrvalsdeildinni og á vonandi marga leiki framundan í treyju Liverpool í hægri bakverðinum.
TIL BAKA