)

Steven Gerrard

Marga stuðningsmenn Liverpool dreymir um að leika með félaginu. Þeir draumar rætast af og til. Marga dreymir líka um að bera fyrirliðabandið og leiða liðið til leiks. Þetta er draumur sem rætist sjaldnar. En þessi draumur er orðinn að veruleika hjá Steven Gerrard!

Steven Gerrard hefur tekið við stöðu fyrirliða Liverpool af Sami Hyypia. Steven leiddi Liverpool til leiks samdægurs fyrir svo að segja fullu húsi, á Anfield Road. Steven lék vel og Liverpool vann 3:0 sigur. Getur lífið verið betra fyrir mann sem studdi Liverpool í æsku og er nú orðinn fyrirliði þess?

Steve hafði þetta að segja eftir leikinn. "Ég hef fengið stuðning og hvatningu víða að. Mig langar að standa mig eins vel og þeir leikmenn sem hafa verið fyrirliðar Liverpool. Við höfum átt marga frábæra fyrirliða hjá þessu félagi. Til dæmis Alan Hansen, Phil Thompson, Graeme Souness og John Barnes. Vonandi get ég fetað í fótspor þeirra og orðið farsæll í þessu hlutverki."

"Ég er ánægður með hvernig ég er að leika um þessar mundir. En vonandi getur þetta hlutverk þroskað mig sem leikmann í framtíðinni. Ég vil verða leikmaður í heimsklassa. Ég er það ekki ennþá en vonandi getur staða mín sem fyrirliði Liverpool hjálpað mér til að ná því markmiði."

Það er allforn spádómur að sá dagur myndi koma að Steven Gerrard myndi verða fyrirliði Liverpool. Spádómurinn rættist þann 15. október 2003. Vonandi á Steven Gerrard eftir að vera sigursæll fyrirliði Liverpool og leiða liðið okkar með sóma.

Stevie svaraði einnig nokkrum spurningum liverpoolfc.tv

Hefur draumur þinn ræst? Þú hefur jú stutt félagið frá bernsku?
"Auðvitað, ég var fyrirliði skólaliðsins og var ég vanur að fara á Anfield til að horfa á liðið og ég leit alltaf upp til manna eins og John Barnes sem var fyrirliði liðsins á 9. áratugnum. Ég horfði á Barnes með fyrirliðabandið og dreymdi að einn dag mundi ég vera fyrirliði liðsins sem ég elska."

Sami er núna einn af varafyrirliðum liðsins, hefur rætt við hann eftir útnefningu þína?
"Ég spjallaði við hann í gær þegar stjórinn tilkynnti mér þetta og hann óskaði mér til hamingju. Það eru engar blendnar tilfinningar milli mín og Hyypia. Hann er stórkostleg persóna og hann stóð sig vel sem fyrirliði hjá okkur. Hann er leiðtogi á velli og hann mun áfram stjórna liðinu frá vörninni."

"Ég er himinlifandi að vera orðinn fyrirliði Liverpool FC og er stoltur að geta verið fulltrúi stuðningsmannanna á vellinum. Vonandi mun ég lyfta bikar á þessu tímabili til að þakka stuðningsmönnum um heim allan."

TIL BAKA