)

Jerzy Dudek

Jerzy Dudek hefur aldrei verið betri og virðist hafa endurheimt sjálfstraustið og rúmlega það.

Hann virðist ennfremur grípa boltann mun örugglega en áður og er aggressívari í öllum aðgerðum. Dudek veit að Kirkland andar niður hálsmálið á honum og ef hann klúðrar aftur eins og á síðasta tímabili þá er ekki víst að hann eigi afturkvæmt í liðið.

Dudek var án efa maður leiksins í fyrstu leikjum Liverpool á tímabilinu enda mæddi mikið á honum og hann sveik ekki gegn Everton þrátt fyrir alls kyns líkamsárásir sem hafa eingöng þekkst í amerískum fótbolta eða rúgbý.

"Ég er ánægður með form mitt. Það var frábært hjá stjóranum að styðja við bakið á mér og segja að ég væri númer eitt. Nú er það undir mér komið að endurgjalda honum traustið. Ég fylgist ekki sérstaklega með hvað fólk segir um mig en margir vina minna hringdu í mig fyrir tímabilið og spurðu hvort ég væri viss um að ég væri aðalmarkvörður liðsins."

Það er talað um samkeppni á milli mín og Chris en ég lít ekki þannig á það. Við erum góðir félagar en ég einbeiti mér fyrst og fremst að minni frammistöðu en hugsa ekki um Chris. Aðdáendur liðsins hafa stutt við bakið á mér og það hefur auðveldað mér að koma tilbaka og leika vel."

TIL BAKA