)

Patrik Berger

Paddy Berger hefur yljað manni um hjartarætur þó nokkrum sinnum á ferli sínum hjá Liverpool en nú er komið að kveðjustund og lokaviðtalinu. Berger kom til Liverpool 1. ágúst 1996 og átti lengstan feril allra að baki hjá félaginu sem voru í leikmannahópnum hjá Houllier. 194 leikir og 34 mörk var lokaniðurstaðan. Mörg glæsileg mörk og mörg glæsileg tilþrif. Hér er þungamiðjan í lokaviðtali Berger hjá LFC.

Er erfitt að yfirgefa félagið?

Ég átti tvo fundi með forráðarmönnum Liverpool fyrir tímabilið og þegar nokkrir mánuðir voru liðnir af tímabilinu og það varð ljóst að við höfum afar ólíkar skoðanir. Þetta gekk bara ekki upp.

Hvað er eftirminnilegast frá ferli þínum hér?

Ég er búinn að vera hér í 7 ár og átti margar góðar stundir. Ég hef lært á þessum tíma að þú getur verið hetja eina stundina en þrjótur þá næstu. Frá knattspyrnulegu sjónarmiði þá voru fyrstu vikur mínar hér ógleymanlegar. [Berger var valinn leikmaður mánaðarins fyrsta mánuð sinn hjá LFC].

Þú hefur ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum félagsins. Hvað er þitt álit á þeim?

Þeir hafa ávallt verið góðir við mig og eru meðal bestu aðdáenda í heimi. Kop er ótrúleg. Jafnvel þó að leikir gangi ekki eins og ætlast var til þá studdu þeir alltaf við bakið á okkur.

Uppáhaldsminning margra frá ferli þínum hjá LFC var þegar þú sendir á Owen þegar hann skoraði í úrslitaleik FA-bikarsins.

Ég var ekki í byrjunarliðinu og Arsenal var betri aðillinn í leiknum. Ég og Vladi urðum fyrstu Tékkarnir til að vinna bikarinn. Ég tel Evrópubikarinn meira virði en enski bikarinn hefur meiri þýðingu fyrir ensku leikmennina.

Uppáhaldsmarkið þitt hjá Liverpool?

Aukaspyrnan gegn Manchester United á Old Trafford var eftirminnileg en öll mörk gilda.

Bestu samherjar þínir?

Ef ég tel fyrst upp þá sem eru horfnir á braut þá eru Steve McManaman, Robbie Fowler og Nicolas Anelka meðal þeirra bestu. Nicolas var hér ekki lengi en sýndi á þeim stutta tíma hvers hann er megnugur. Michael Owen og Stevie Gerrard eru frábærir leikmenn.

Við þökkum Berger frábæra þjónustu hjá LFC og alls hins besta í framtíðinni. Þeir sem vilja rifja upp frekar feril hans hjá LFC er bent á prófíl hans á liverpool.is.

Fæðingardagur: 10/11/1973.
Fæðingarstaður: Prag.
Fyrri lið: Sparta Prag, Slavia Prag og Borussia Dortmund.
Leikir fyrir hönd Liverpool: 196.
Mörk fyrir Liverpool: 35.
Landsleikir: 44.
Landsliðsmörk: 18.
Eftirminnilegasta atvik með Liverpool: Það er af mörgum glæsimörkum af taka. En kannski var það sendingin á Michael Owen sem gaf sigurmarkið í úrslitaleik F.A. bikarins vorið 2001.

TIL BAKA