)

Steven Gerrard

Það leit allt út fyrir að Liverpool þyrfti að sætta sig við jafntefli er leiktíminn sigldi í 90 mínútur gegn Charlton. En þá tók Stevie G til sinna ráða. Hann lék framhjá tveimur varnarmönnum Charlton og skoraði með skoti neðst í fjærhornið fyrir framan The Kop. Allt trylltist á Anfield Road! Góður endir á magnaðri páskatörn sem gæti hafa lagt grunninn að sæti í Meistaradeildinni.

En hvernig upplifði Steven þessi mögnuðu endalok: "Ég verð að viðurkenna að ég hélt að leikurinn myndi enda 1:1 þegar komið var fram á síðustu mínútu leiksins. En við héldum áfram og náðum að skora sigurmarkið."

Jerzy Dudek gekk af göflunum, af fögnuði þegar Steven Gerrard skoraði sigurmarkið og hljóp til félaga sinna til að fagna markinu. "Þegar skotið hans Stevie fór í markið hljóp ég yfir allan völlinn til að fagna. Ég réði ekki við mig. Þetta var stórkostleg stund fyrir okkur og við vildum allir fagna saman."

Stevie G er sönn hetja!

TIL BAKA