)

Jerzy Dudek

Þeir sem óttuðust að refsing Houllier myndi endanlega draga úr honum vígtennurnar voru á villigötum. Fremur ósanngjarn samanburður var gerður á refsingu Houllier og meðferð Ferguson á Barthez. Ferguson lét Barthez spila áfram þar til hann komst á rétta braut á ný þó að sú aðferð hefði kostað nokkur mörk til viðbótar. Ólíkt Ferguson hafði Houllier þann kost að prófa framtíðarlandsliðsmarkvörð Englands í stað Dudek og hann greip tækifærið.

Síðan Kirkland meiddist er greinilegt að Dudek er búinn að endurheimta sitt allra besta form. Hvíldin gerði honum gagn enda sagðist hann hafa verið þreyttur eftir HM og einbeitingin ekki fyllilega til staðar.

Útnefning hans sem maður leiksins í deildarbikar-úrslitaleiknum var hápunkturinn á endurkomu hans. Hann varði á tíðum stórkostlega og leikur enginn vafi á að hann er einn af allra bestu markvörðum í heiminum í dag.

 

TIL BAKA