)

Neil Mellor

Hvaða hafa margir leikmenn undanfarin ár skorað 27 mörk í 27 varaliðsleikjum?

Ian Mellor spyr þessarar einföldu spurningar og þeir eru án efa ekki margir sem hafa afrekað það. Neil Mellor sonur hans hefur þennan eiginleika að vera á réttum stað á réttum tíma. Mellor sýndi það og sannaði er hann skoraði fyrsta mark sitt fyrir aðalliðið í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Sheffield United í deildarbikarnum.

"Ég afgreiddi boltann ansi langt frá markinu ef miðað er við mig. Þegar ég fer að sofa þá dreymir mig um að þetta hafi verið þrumuskot af 30 metra færi."

Þessi strákur er markaskorari út í gegn og á framtíðina fyrir sér. Við fögnum því að uppalinn leikmaður fái verðugt tækifæri á að sanna sig.

TIL BAKA