)

Jerzy Dudek

Það kemur ekki til að góðu að útnefna mann vikunnar að þessu sinni. Mistök Dudek að undanförnu og sér í lagi gegn Utd hafa orðið til þess að hann er langmest í umræðunni af leikmönnum Liverpool.

Það er öruggt að Chris Kirkland muni leika næsta leik sem verður gegn Ipswich í deildarbikarnum en hann átti að leika hann hvort eð er. Það verður að teljast afskaplega líklegt að Kirkland fái að halda áfram að spreyta sig í leikjunum sem fylgja þar á eftir. Houllier hefur að sjálfsögðu verið spurður út í þetta mál í þaula. Hann hefur sýnt áður að hann er fljótur að bregðast við ef markmanni verður á einstaklega klaufaleg mistök sem kosta dýrmæt stig.

"Jerzy er mjög leiður yfir þessu öllu saman og hefur beðið strákana afsökunar. Ég var hæstánægður með viðbrögð leikmannanna í búningsklefanum. Það var enginn að benda ásakandi fingri á hann. Jerzy hefur áður bjargað leikjum fyrir okkur en er að ganga í gegnum erfitt tímabil. Það er synd og skömm vegna þess að hann hefur staðið sig vel hjá okkur hingað til."

TIL BAKA