)

Milan Baros

Hvað er hægt að segja? Framhald frá síðustu viku. Super Milan heldur uppteknum hætti og hefur varla framherji byrjað eins vel hjá félaginu síðan Robbie Fowler var og hét.

Hann skoraði glæsilegt skallamark gegn WBA og hefði auðveldlega getað skorað þrennu gegn Basel í Meistaradeildinni. Frábær skalli hans var einstaklega vel varin, samskeytin björguðu einu sinni og liprir fótaburðir varnarmanns redduðu Basel í einn eitt skiptið. Eitt mark skoraði hann þó, viðstöðulaust skot eftir góðan samleik við Emile Heskey.

Strákurinn virðist hafa allt til að bera. Hann er eldsnöggur, vinnur mikið fyrir liðsheildina, afburðaskallamaður, leikinn og skotviss. Púllarar bíða spenntir eftir fleiri afrekum frá Milan Baros.

TIL BAKA