)

Milan Baros

Baros skoraði tvö glæsileg mörk gegn Bolton og var duglegur að leggja upp fyrir samherja sína. Allsherjarframmistaða hans var aðdáunarverð sérstaklega þar sem hann var einn í framlínu Liverpool. Owen, sem sat á bekknum er búinn að fá skilaboðin frá þessum stórefnilega strák. ´Svona á að klára færin sín, strákur.´

Helsti styrkur Baros er geysilegur hraði og baráttuandi. Hann virðist mjög einbeittur og hefði með smáheppni skorað þrennu gegn Bolton. Hann átti eitt skot í stöng í fyrri hálfleik. Framtíðin er hans hjá Liverpool og nú eiga aðrir framherjar í liðinu erfitt verk fyrir höndum að bola honum úr liðinu.

TIL BAKA