Leikmaður 1995-1996 tímabilsins

Robbie Fowler var valinn leikmaður tímabilsins fyrsta árið sem við kusum um leikmann ársins. Fowler átti frábært tímabil og skoraði 36 mörk. Samspil hans og Stan Collymore var með eindæmum gott en saman skoruðu þeir 55 af 97 mörkum Liverpool á tímabilinu. Fowler vakti athygli Terry Venables þáverandi landsliðseinvalds Englendinga og spilaði sinn fyrsta landsleik. Í 2. sæti í kjörinu var Steve McManaman sem var iðulega potturinn og pannan í spili Liverpool auk þess að blómstra á EM um sumarið. Jason McAteer var í 3. sæti en hann átti góða leiki á kantinum, sinnti vörninni vel auk þess að skapa ætíð hættu þegar hann færði sig framar á völlinn.
TIL BAKA