Liverpool - Lazio í júlí 2002

 

Ferðasaga 30.júlí Liverpool gegn Lazio á undirbúningstímabilinu.

Leiðin til Mekka

Klukkan er 04:30. Maður stekkur framúr, klæðir sig og geri sig klárann. Maður er að fara til Mekka í lok júlí mánaðar. Óvenjulegur tími en tilgangurinn alltaf sá sami. Sjá Liverpool leik. Eftir að hafa komið sér og ferðafélaga sínum til Leifstöðvar og átt góða stund á barnum ásamt því að eyða nokkrum krónum í fríhöfninni erum við komnir um borð í flugvél Flugleiða FI430 til Glasgow.
Rúmum tveimur tímum seinna er við staddir í Glasgow. Leigbíll tekinn á lestarstöðina, leigubílstjórinn sem keyrir okkur er Celtic aðdáandi sem spilar golf og er með 18 í forgjöf. Á lestarstöðinni eru keyptir miðar aðra leiðina til Liverpool með stoppi í Preston þar sem er skipt um lest.

Á meðan við bíðum eftir Liverpool lestinn, lendir ferðafélagi minn að spjalla við ellilífeyriþega sem kemur á hverjum degi á lestarstöðina til að spjalla við ókunnugt fólk sér til dægrastyttingar. Af 13 vögnum sem við höfum að velja úr veljum við vagn F. Við komum okkur fyrir og gerum okkur klára fyrir næstum því 3 tíma lestarferð. Maðurinn sem seldi okkur lestarmiðanna tjáði okkur að veitingarsala yrði um borð í lestinni. Við vorum því ekkert að hafa fyrir því að versla neitt fyrir ferðina. Eftir nokkra stund í lestinni heyrum við lestarstjórann tilkynna að engin veitingarsala yrði í vögnum A,B og F. Þetta er ótrúlegt af 13 vögnum veljum við 1 af þeim 3 vögnum sem engin veitingarsala er. Týpískt ! Lestarstjórinn sagði að þetta stafaði af starfsreglu, é right.

En vandræðin er ekki úr sögunni, þau hófust í Glasgow. Lestin lagði ca. 15 mín. of seint af stað. Þar af leiðandi var mjög tæpt að við myndum ná lestinni frá Preston. Lestarstjórinn kom síðan með tilkynningu um að við mundum vinna upp þessa seinkun í Preston. En allt kom fyrir ekki við misstum af **** lestinni. Við komum inn á platform 5 og um leið og lestinn stoppaði hlupum við út og reyndum að finna út frá hvað platform lestin til Liverpool færi en því miður aðeins of seint. Við vorum ekki einir á báti, það voru fleiri en við sem misstum af lestinni. Við hittum stelpur í lestinni frá Glasgow til Preston sem voru á sömu leið og við þ.e.a.s á leið til Liverpool. Hún, Sally, studdi Liverpool og hennar uppáhaldsmenn eru Owen og síðasti krydddrengurinn, já Redknapp.

Eftir smá reikistefnu hjá starfsfólki lestarstöðvar í Preston kom það í ljós að við gætum annað hvort: beðið eftir næstu lest, sem kæmi eftir klukkutíma eða taka lest til Ormskirk, skipta þar og tekið lest til Liverpool “Lime Street”. Við völdum seinni kostinn. Með því komum við aðeins 30 mínútum seinna til Liverpool. Við kvöddum Sally á Liverpool Central lestarstöðinni, við þurftum að skipta aftur um lest til að komast til Lime Street en við nenntum ekki að druslast með okkar hafurtask í neðanjarðarlestina til að koma okkur til Lime Street. Svo við ákveðum að koma okkur út og finna leigubíl til að keyra okkur uppá hótel. Er við komum út frá Liverpool Central finnum við strax leigubíl. Við setjumst inní svörtu leigubílana sem eru aðalsmerki Englendinga ásamt rauða strætó. Eftir að hafa sagt bílstjóranum hvert ferðinni var heitið fær maðurinn hláturskast. Og loksins er bílstjórinn hættir að hlæja nær hann að benta okkur á stóra hvíta húsið sem var smá spöl frá okkur væri hótelið sem við leituðum að. Við spurðum hann viltu keyra okkur? “NO WAY, YOU WILL HAVE TO WALK” svara hann. Við þökkuðum honum fyrir og gengum í áttina að hótelinu.

Leikdagur

Það er þriðjudagur, leikdagur, og í kvöld mun Liverpool leika æfingaleik gegn Lazio. Ég hafði tjáð ferðafélaga mínum að ég byggist við fullu húsi á Anfield. Ástæður mínar eru að Liverpool leikur ekki oft æfingaleik á Anfield og svo vilja allir Liverpool aðdáendur sjá nýju leikmennina sem Liverpool hefur keypt. Síðar um kvöldið kom það í ljós að ég hafði nokkuð til míns máls.

Dagurinn er tekinn snemma. Að sjálfsögðu er það venjulegur breskur morgunmatur sem við byrjum daginn á. Egg, beikon og fitugar pylsur. Maður er alltaf jafnspenntur fyrir Liverpool leik og þá sérstaklega þegar maður fer á Anfield. Andrúmsloftið og stemmingin fyrir leik og á meðan leik stendur er alltaf einstök. Þó þetta sé ekki í fyrsta skipti sem ég kem á Anfield finnst mér persónulega hver heimsókn á Anfield vera sú fyrsta sem ég upplifi – svo sérstakt finnst mér þetta.

Það er orðin hefð hjá mér að mæta snemma á Anfield á leikdegi. Byrja á því að versla almennilega í Liverpool búðinni. Þegar búið er að eyða **** pundum í búðinni og maður er orðinn klifjaður af Liverpool pokum er haldið uppá hótel aftur og pokunum skilað. Og eftir góða korta notkun væri best að geyma kortið í minibarnum á hótelinu til að kæla það aðeins, en sem betur fer er engin minibar á hótelinu.

Nú er kominn tími til að dressa sig upp og koma sér á Anfield. Við ætluðum að hitta Íslendinga vininn Pete Sampara á Park klukkan fjögur. Leigubíll er tekinn á Anfield. Þegar við komum á Park er þónokkur fjöldi mættur á staðinn. Þar á meðal Pete. Pete tekur á móti okkur næstum því um leið og við göngum inn. Stemmingin á Park er góð fyrir leik. Menn ræða mikið um komandi tímabil. Hvað leikmenn eiga eftir að standa og hverjir ekki. Allir hafa skoðun á þeim málum. Klukkan er að vera 18 og fólkið á Park byrjar að hita sig upp fyrir leikinn með nokkrum söngvum. Það er vel mætt á Park eins og myndirnar sýna.

Það er kominn tími til að koma sér í sætið sitt. Í þetta sinn og í annað sinn hjá mér sit ég í Main Stand. En núna er ég nær KOP. Stemmingin á vellinum er góð. KOP syngur og flestir ef ekki allir taka undir er KOP byrjar að kyrja söngva sína. Nú er komið að því leikmenn ganga inná völlinn og eru kynntir. Ekki ætla ég að fara að lýsa leiknum hér.

Því miður fyrir okkar menn þá sigrar Lazio 1-0. Ég þoli ekki að tapa. Þó þetta sé bara æfingaleikur og er undirbúningur fyrir komandi tímabil, þá finnst mér alltaf leiðilegt að tapa leik. Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi tapleik og ég vona svo sannarlega að ég eigi ekki eftir að upplifa það aftur. Fyrir utan það þá er þetta í fyrsta sinn sem ég er vitni að því að andstæðingarnir skori mark á Anfield.

Heimferðin

Þá er komið af því, ferðin er á enda og maður á leiðinni heim. Er maður situr í lestinn frá Liverpool til London rifjar maður ósjálfrátt upp það sem maður hefur upplifað í ferðinni. Minningarnar eru góðar þó svo að Liverpool hafi tapað. Við komum seint til Keflavíkur á miðvikudagskvöldi með flugi frá London. Á morgun er venjulegur vinnudagur. En minningin um ferðina situr sem fastast í huga mér.

Jón Óli Ólafsson

TIL BAKA