Mamadou Sakho

Fæðingardagur:
13. febrúar 1990
Fæðingarstaður:
París, Frakklandi
Fyrri félög:
PSG
Kaupverð:
£ 18000000
Byrjaði / keyptur:
02. september 2013

Mamadou Sakho er fæddur og uppalinn í París, en foreldrar hans eru innflytjendur frá Senegal. Hann byrjaði fótboltaferilinn hjá Paris FC en þegar hann var 12 ára komst hann að hjá stórliði Paris Saint German. Sakho var tiltölulega fljótur að vinna sig upp hjá PSG og haustið 2007 lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið. Hann lék sinn fyrsta deildarleik fyrir PSG í október sama ár og fékk raunar þann heiður að bera fyrirliðabandið í leiknum. Þar með varð hann yngsti fyrirliðinn í sögu frönsku deildarinnar, Ligue 1. 

Sakho hefur spilað með öllum yngri landsliðum Frakklands og verið fyrirliði þeirra einnig. Hann var fyrst valinn í A-landsliðið í ágúst 2010 og lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember sama ár, þegar Frakkar mættu Englendingum í vináttuleik á Wembley. Hann var valinn í landslið Frakka fyrir HM í Brasilíu í sumar og þótti standa vaktina vel. 

Sakho kom til Liverpool frá PSG í september 2013 og lék sinn fyrsta leik 16. september í 2-2 jafntefli gegn Swansea á Liberty Stadium.

Tölfræðin fyrir Mamadou Sakho

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2013/2014 18 - 1 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 19 - 1
2014/2015 16 - 0 5 - 0 4 - 0 2 - 0 0 - 0 27 - 0
2015/2016 22 - 1 0 - 0 2 - 0 10 - 1 0 - 0 34 - 2
Samtals 56 - 2 5 - 0 7 - 0 12 - 1 0 - 0 80 - 3

Fréttir, greinar og annað um Mamadou Sakho

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil