| Grétar Magnússon
Varnarmaðurinn Mamadou Sakho hefur skipt um treyjunúmer og leikur í treyju númer 3 héðan í frá. Hann býður þeim sem hafa keypt treyju merkta honum númer 17 (hans gamla númer) að senda inn treyjurnar og árita þær.
Þeir sem hafa nú þegar keypt Liverpool treyju, aðal- eða varabúning fyrir komandi tímabil geta sent treyjuna til Liverpool og fengið hana senda aftur áritaða af Sakho. Þetta gerir hann til að bæta skaðann að einhverju leyti.
Liverpool FC ráðleggur þeim sem senda inn treyjuna að gera slíkt í ábyrgðarpósti þar sem aldrei er hægt að koma í veg fyrir að einhver póstur skili sér ekki á áfangastað. Einnig á að fylgja með í pakkanum umslag merkt viðtakanda, með frímerkjum, sem verður svo notað til að senda treyjuna aftur til baka.
Heimilisfangið fyrir treyjurnar er:
Mamadou Sakho Shirt Signing
Liverpool Football Club
Anfield Road
Liverpool
L4 0TH
England
Hér má svo sjá tíst frá klúbbnum sem staðfestir nýja treyjunúmer Sakho.
TIL BAKA
Sakho verður í treyju númer 3

Þeir sem hafa nú þegar keypt Liverpool treyju, aðal- eða varabúning fyrir komandi tímabil geta sent treyjuna til Liverpool og fengið hana senda aftur áritaða af Sakho. Þetta gerir hann til að bæta skaðann að einhverju leyti.
Liverpool FC ráðleggur þeim sem senda inn treyjuna að gera slíkt í ábyrgðarpósti þar sem aldrei er hægt að koma í veg fyrir að einhver póstur skili sér ekki á áfangastað. Einnig á að fylgja með í pakkanum umslag merkt viðtakanda, með frímerkjum, sem verður svo notað til að senda treyjuna aftur til baka.
Heimilisfangið fyrir treyjurnar er:
Mamadou Sakho Shirt Signing
Liverpool Football Club
Anfield Road
Liverpool
L4 0TH
England
Hér má svo sjá tíst frá klúbbnum sem staðfestir nýja treyjunúmer Sakho.
#LFC's @mamadousakho takes the No.3? shirt - and offers to sign 2016/17 'Sakho 17' jerseys: https://t.co/e6BXAHa8GE pic.twitter.com/Rm4rH9DAvc
— Liverpool FC (@LFC) July 18, 2016
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan