| Sf. Gutt

Mamadou gerir nýjan samning

Frakkinn Mamadou Sakho skrifaði í dag undir nýjan samning við Liverpool. Frakkinn er staðráðinn í að leggja sig fram með Liverpool og nú þarf bara að setja hann í liðið. 

Mamadou hefur aðeins spilað einn leik það sem af er leiktíðar en hann var fyrirliði Liverpool á móti Bordeaux í gærkvöldi. Margir stuðningsmenn Liverpool vilja fá hann inn í byrjunarliðið en vörn Liverpool hefur verið gloppótt í síðustu leikjum. Það að Mamadou vilji vera áfram hjá Liverpool er góðs viti því það hefði alveg eins mátt búast við því að hann vildi fara í burt fyrst hann hefur spilað svona lítið.

Mamadou þótti spila vel í Frakklandi og nú er að sjá hvort hann kemur inn í byrjunarliðið á móti Norwich á sunnudaginn. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan