| Sf. Gutt

Gæti verið enn hjá Liverpool


Segja mætti að Mamadou Sakho gæti enn verið hjá Liverpool. Þess í stað mætir hann Liverpool sem leikmaður Crystal Palace. Liverpool fékk 26 milljónir sterlingspunda fyrir Frakkann og telst býsna gott miðað við að hann var keyptur á 15 milljónir. Liverpool keypti hann frá Paris St Germain sumarið 2013 en þar hafði hann orðið ungur fyrirliði. Reyndar hafði yngri leikmaður aldrei verið fyrirliði í efstu deild í Frakklandi ef rétt er vitað. Allt leit út fyrir að hann myndi eiga langan feril hjá Paris en svo varð ekki. 


Liverpool keypti Momadou sumarið 2013 og hann ávann sér smá saman vinsældir fyrir að mikla baráttu og hressilega framkomu. Það fór þó að halla undan fæti vorið 2016 eftir að hann var ákærður fyrir að hafa notað ólöglegt lyf. Hann spilaði ekki síðustu leikina með Liverpool og missti til dæmis af úrslitaleiknum í Evrópudeildinni sem kom sér illa fyrir liðið. Að auki missti hann af úrslitakeppni EM í heimalandi sínu. Síðar kom í ljós að Mamadou var saklaus af ákærunni sem var reyndar frekar furðulegt. Það er að hann skyldi hafa verið kærður  og eins tók langan tíma að fá botn í málið.


Um sumarið setti Jürgen Klopp Mamadou út af sakramentinu eftir að Frakkinn hafði brotið agareglur í æfingaferð í Ameríku. Hann átti ekki afturkvæmt í liðshóp Liverpool og var lánaður til Crystal Palace seinni hluta leiktíðarinnar. Hann var svo seldur þangað í sumar sem leið. 


Margir stuðningsmenn Liverpool voru ekki sammála því að hann yrði seldur en eitthvað gerði hann til að bregðast trausti Jürgen Klopp og framkvæmdastjóranum verður að treysta í að ákveða svona mál. Hefði Mamadou hagað sínum málum betur gæti hann hæglega verið enn hjá Liverpool. En svona fór um feril hans hjá Liverpool og nú mætir hann sínu gamla félagi. 

Hér má lesa  um feril Mamadou Sakho hjá Liverpool á LFChistory.net. 


 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan