Allt í óvissu með Mamadou

Mamadou er reyndar í leikbanni en það gildir aðeins þar til úrskurður verður kveðinn upp í máli hans vegna þess að hann notaði fitubrennslutöflur sem ekki mátti nota. Ómögulegt að segja til um hversu langt leikbann Frakkinn fær og eins og möguleiki að hann fái ekki bann.
Þessi óvissa gerir forráðamönnum Liverpool erfitt fyrir því á meðan ekki er vitað hvort Mamadou verður í banni þegar næsta leiktíð hefst er erfitt að taka ákvörðun um hvort kaupa eigi miðvörð. Kolo Toure hefur verið leyft að fara og reiknað er með því að Martin Skrtel fari eftir Evrópumótið.
Ef Mamadou hefði passað sig eins og honum bar hefði hann verið að spila með Frökkum á EM. Fjarvera hans síðustu vikur leiktíðarinnar kom Liverpool mjög illa þannig að Frakkinn fór eins illa að ráði sínu eins og hægt var.
Eftir því sem best er vitað á að kveða upp úrskurð í næsta mánuði en engin tímaseting er komin.
-
| Sf. Gutt
Þrjár Þrennur! -
| Grétar Magnússon
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Hundrað sigrar hjá Jürgen Klopp! -
| Grétar Magnússon
Bikarleikur staðfestur -
| Sf. Gutt
Nýtt met! -
| Sf. Gutt
Liverpool vann stórsigur á Everton! -
| Sf. Gutt
Ungliðar úr leik -
| Sf. Gutt
Alisson Becker í bann -
| Grétar Magnússon
Gullboltinn 2019 -
| Grétar Magnússon
Fréttaritarar óskast á liverpool.is