Til að skrá sig er nóg að fylla út skráningarformið hér fyrir neðan. Síðan fylgið þið leiðbeiningunum um hvernig hægt er að ganga frá greiðslu félagsgjaldsins og þar með njótið þið þeirrar þjónustu og fríðinda sem klúbburinn býður upp á. Vertu með frá byrjun. Það margborgar sig!

ATH! Ársgjaldið sem greitt er í klúbbinn gildir frá ágúst til ágúst hvers tímabils

Athugið!

Boðið uppá tvennskonar aðild að Liverpoolklúbbnum. Annars vegar venjulega aðild sem er alveg óbreytt frá fyrri árum og hinsvegar er það það fjölskylduaðild þar sem fjölskyldumeðlimir geta orðið félagar í klúbbnum fyrir einungis 1750.- kr. á ári

Fjölskylduaðildin er nokkrum skilyrðum háð.

  • Fjölskyldumeðlimur verður að tengast félaga sem er skráður sem venjulegur félagi.
  • Allir fjölskyldumeðlimir verða að vera búsettir á sama heimilisfangi.
  • Þegar einn auka aðili er, er sent 1 eintak af RH. Þegar þeir eru orðnir samtals 3 (t.d. 1+2) verða send 2 eintök eða 1 auka blað fyrir hverja 2 fjölskyldumeðlimi.
  • Allir meðlimir fá skírteini, dagatal og gjafir þegar þær eru sendar.
  • Fjölskyldumeðlimir njóta allra annarra fríðinda eins og aðrir félaga.