Daniel Sturridge

Fæðingardagur:
01. september 1989
Fæðingarstaður:
Birmingham
Fyrri félög:
Manchester City, Chelsea, Bolton (lán)
Kaupverð:
£ 12000000
Byrjaði / keyptur:
02. janúar 2013

Sturridge er fæddur í 1. september 1989 í Birmingham og hóf feril sinn með Aston Villa áður en hann fór svo til Coventry og þaðan til Manchester City árið 2003.  Hann spilaði t.d. gegn Liverpool árið 2006 í úrslitaleik FA Unglingabikarsins.  Hann var yngsti leikmaðurinn í þessu liði City og skoraði hann fjögur mörk í keppninni en eins og margir vita vann Liverpool úrslitaleikina tvo (spilað er heima og heiman) samanlagt 3-2.  Áfram hélt þó Sturridge að sanna sig hjá City og fékk hann sinn fyrsta atvinnumannasamning í byrjun tímabils 2006-7 og hóf hann æfingar með aðalliðinu.

Þrátt fyrir að spila sinn fyrsta leik með aðalliðinu í febrúar 2007 þurfti hann að sætta sig við að vera frá vegna meiðsla næstu níu mánuði vegna vöðvaskemmda við mjöðm.  Hann sneri þó til baka sterkur og skoraði sitt fyrsta aðalliðsmark í janúar 2008 og þremur dögum síðar skoraði hann annað mark þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði.

Sturridge er sóknarmaður að upplagi en getur einnig spilað á vængjunum þar sem hraði hans og tækni getur valdið mótherjunum vandræðum.

Tímabilið 2007-8 endaði vel hjá honum er hann var markahæstur hjá unglingaliðinu sem vann FA Unglingabikarinn.  Tímabilið eftir var hann búinn að festa sig í sessi í aðalliðshóp Manchester City, hann spilaði 16 leiki og skoraði 4 mörk og átti þrjár stoðsendingar.  Var hann svo valinn besti ungi leikmaður félagsins að tímabili loknu.

Viðtaka þessara verðlauna reyndist vera eitt það síðasta sem hann gerði undir samningi hjá City því í júlí 2009 rann samningur hans út og hann skrifaði undir hjá Chelsea.  Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea undir stjórn Carlo Ancelotti gegn Sunderland í ágúst 2009 og spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði gegn Bolton á Stamford Bridge í Deildarbikarnum.

Á sínu fyrsta tímabili hjá Chelsa var hann markahæstur í FA Bikarnum með fjögur mörk þegar liðið tryggði sér tvennuna með 1-0 sigri gegn Portsmouth á Wembley.  Tímabilið eftir það spilaði hann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni gegn MSK Zilina og skoraði hann 4 mörk í 21 leik.  Á lokadegi félagaskiptagluggans í janúar 2011 var hann svo lánaður til Bolton.

Hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Bolton og hélt uppteknum hætti það sem eftir lifði tímabils og skoraði alls 8 mörk í 12 leikjum.

Hann sneri aftur til Chelsea og nú var Andre Villas-Boas tekinn við og notaði Portúgalinn Sturridge mikið úti á köntunum, hvatti hann til að sækja inn að miðju og skjóta að marki.  Hann var á varamannabekknum í bæði úrslitaleik FA Bikarsins og úrslitaleiks Meistaradeildarinnar síðastliðið vor og endaði tímabilið 2011-12 með alls 13 mörk skoruð.

Tölfræðin fyrir Daniel Sturridge

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2012/2013 14 - 10 2 - 1 0 - 0 0 - 0 0 - 0 16 - 11
2013/2014 29 - 21 2 - 1 2 - 2 0 - 0 0 - 0 33 - 24
2014/2015 12 - 4 4 - 1 0 - 0 2 - 0 0 - 0 18 - 5
2015/2016 14 - 8 1 - 0 2 - 2 8 - 3 0 - 0 25 - 13
2016/2017 20 - 3 3 - 0 4 - 4 0 - 0 0 - 0 27 - 7
2017/2018 9 - 2 0 - 0 0 - 0 5 - 1 0 - 0 14 - 3
2018/2019 17 - 2 1 - 0 1 - 1 7 - 1 0 - 0 26 - 4
Samtals 115 - 50 13 - 3 9 - 9 22 - 5 0 - 0 159 - 67

Fréttir, greinar og annað um Daniel Sturridge

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil