| Heimir Eyvindarson
BBC segir frá því að Inter Milan sé búið að bjóða í Daniel Sturridge. Tilboðið hljóðar upp á ágætis upphæð fyrir að fá Sturridge að láni út leiktíðina og forkaupsrétt í vor.
Verðmiðinn á Sturridge var 30 milljónir punda en sagt er að tilboð Inter hljóði upp á eitthvað nær 25 milljónum.
Liverpool er að melta boðið, en Sturridge mun reyndar vera spenntari fyrir Spáni en Ítalíu. Hann hefur einnig verið sterklega orðaður við Sevilla að undanförnu, en ekkert boð hefur komið þaðan þótt Spánverjarnir hafi eitthvað þreifað fyrir sér.
Liverpool hefur ekki í hyggju að lána Sturridge nema að einhver trygging um kaup í vor fylgi með í dílnum, en sjálfsagt verða einhverjir varnaglar reknir í dílinn, með tilliti til meiðslasögu.
TIL BAKA
Inter með boð í Sturridge

Verðmiðinn á Sturridge var 30 milljónir punda en sagt er að tilboð Inter hljóði upp á eitthvað nær 25 milljónum.
Liverpool er að melta boðið, en Sturridge mun reyndar vera spenntari fyrir Spáni en Ítalíu. Hann hefur einnig verið sterklega orðaður við Sevilla að undanförnu, en ekkert boð hefur komið þaðan þótt Spánverjarnir hafi eitthvað þreifað fyrir sér.
Liverpool hefur ekki í hyggju að lána Sturridge nema að einhver trygging um kaup í vor fylgi með í dílnum, en sjálfsagt verða einhverjir varnaglar reknir í dílinn, með tilliti til meiðslasögu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan