| Sf. Gutt
Daniel Sturridge er á heimleið frá Spáni. Hann hefur verið lasinn, ekkert getað æft og talið var best að hann færi heim úr æfingabúðunum á La Manga. Hann mun byrja æfingar á Melwood um leið og pestin rjátlast af honum.
Daniel hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikurnar. Hann skoraði tvö mörk í jólatörninni. Fyrst gegn Stoke City og svo Sunderland en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Hann fékk tvo upplögð marktækifæri í seinni leikjum í undanúrslitarimmunni við Southampton í Deildarbikarnum og hefði hugsanlega getað komið Liverpool í úrslitaleikinn. En það tókst ekki og hann hefur verið fjarri sínu besta í síðustu leikjum sem hann hefur fengið tækifæri í.
Sumir sparkspekingar telja að Daniel Sturridge muni yfirgefa Liverpool í sumar. Hvort þeir hafa rétt fyrir sér kemur í ljós en það væri gott ef hann næði sér á strik til vorsins því ekki þarf að efast um hæfileika hans í að skora mörk.
TIL BAKA
Daniel fer heim!

Daniel Sturridge er á heimleið frá Spáni. Hann hefur verið lasinn, ekkert getað æft og talið var best að hann færi heim úr æfingabúðunum á La Manga. Hann mun byrja æfingar á Melwood um leið og pestin rjátlast af honum.

Daniel hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikurnar. Hann skoraði tvö mörk í jólatörninni. Fyrst gegn Stoke City og svo Sunderland en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Hann fékk tvo upplögð marktækifæri í seinni leikjum í undanúrslitarimmunni við Southampton í Deildarbikarnum og hefði hugsanlega getað komið Liverpool í úrslitaleikinn. En það tókst ekki og hann hefur verið fjarri sínu besta í síðustu leikjum sem hann hefur fengið tækifæri í.

Sumir sparkspekingar telja að Daniel Sturridge muni yfirgefa Liverpool í sumar. Hvort þeir hafa rétt fyrir sér kemur í ljós en það væri gott ef hann næði sér á strik til vorsins því ekki þarf að efast um hæfileika hans í að skora mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan