Takumi Minamino

Fæðingardagur:
16. janúar 1995
Fæðingarstaður:
Osaka, Japan
Fyrri félög:
Cerezo Osaka, Red Bull Salzburg
Kaupverð:
£ 7500000
Byrjaði / keyptur:
01. janúar 2020

Japaninn Takumi Minamino varð þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrsti leikmaðurinn sem félagið kaupir á nýjum áratug. Félagaskiptin gengu formlega í gegn 1. janúar 2020 en tilkynnt hafði verið um kaupin nokkrum dögum áður.

Hann hóf ferilinn með Cerezo Osaka í heimalandinu og vakti fljótt athygli í Evrópu og Red Bull Salzburg fengu hann til liðs við sig í janúar árið 2015. Ferill hans í Austurríki var farsæll, félagið vann deildina öll ár Minamino hjá félaginu sem og bikarkeppnina fjórum sinnum. Tímabilið 2017-18 fór félagið svo í undanúrslit í Evrópudeildinni.

Minamino er sóknarmaður sem getur leyst flestar stöður í framlínunni, hann er gríðarlega teknískur og vinnusamur, eitthvað sem Jürgen Klopp vill sjá í sínum leikmönnum. Hann skoraði 64 mörk í 199 leikjum fyrir Salzburg og með landsliðinu hefur hann skorað 11 mörk í 22 leikjum.

Sumarið 2019 spilaði hann með Japönum í Asíukeppninni þar sem liðið lenti í öðru sæti. Hann hélt uppteknum hætti með Salzburg í Austurríki og Meistaradeildinni þegar tímabilið hófst í Evrópu og frammistaða hans vakti auðvitað athygli stuðningsmanna Liverpool þegar hann stóð sig frábærlega gegn okkar mönnum í riðlakeppninni.

Nokkrir leikmenn félagsins komu að máli við Klopp eftir þessa leiki og vildu að félagið myndi skoða alvarlega að kaupa Minamino. Þeir vissu auðvitað ekki að félagið var þá þegar komið í samningaviðræður við Salzburg. Í desember var orðrómur ansi hávær um að Liverpool væri að kaupa Minamino og sú varð auðvitað raunin þegar upp var staðið.

Tölfræðin fyrir Takumi Minamino

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2019/2020 10 - 0 3 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 14 - 0
2020/2021 9 - 1 1 - 0 2 - 2 4 - 0 1 - 1 17 - 4
2021/2022 11 - 3 4 - 3 5 - 4 4 - 0 0 - 0 24 - 10
Samtals 30 - 4 8 - 3 7 - 6 9 - 0 1 - 1 55 - 14

Fréttir, greinar og annað um Takumi Minamino

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil