Simon Mignolet

Fæðingardagur:
06. mars 1988
Fæðingarstaður:
Sint-Truiden
Fyrri félög:
Sint-Truiden, Sunderland
Kaupverð:
£ 9000000
Byrjaði / keyptur:
25. júní 2013

Belgíski markvörðurinn Simon Mignolet kom til félagsins í júí 2013.

Þrátt fyrir drauma um að verða útileikmaður hóf hann feril sinn með heimafélaginu Sint-Truiden á milli stanganna og fór hann hratt upp metorðastigann.

Hann spilaði alls 104 leiki fyrir félagið og hjálpaði því meðal annars að komast upp í efstu deild tímabilið 2008-09 þegar liðið vann belgísku 2. deildina.

Mignolet skoraði til að mynda eitt mark fyrir félagið það tímabil, hann fylgdi á eftir vítaspyrnu sem var varinn og skoraði úr frákastinu.  Tímabilið þar á eftir spilaði hann 39 leiki fyrir félagið sem endaði í fimmta sæti deildarinnar.

Mörg félög í Evrópu voru farin að taka eftir Mignolet og það endaði með því að Sunderland keyptu hann til sín á 2 milljónir punda.  Fyrir hjá félaginu var skoski markvörðurinn Craig Gordon og var því búist við að ferill Belgans myndi byrja á bekknum hjá Sunderland.  En meiðsli Gordon þýddu að hann fékk tækifæri til að slá í gegn.

Það gerði hann svo sannarlega er hann sýndi mátt sinn og megin í markinu þar sem hann átti oft á tíðum glæsilegar markvörslur og stjórnaði hann vítateig sinna manna af festu.

Árið 2011 spilaði hann svo sinn fyrsta leik fyrir landslið Belgíu í sigri á Austurríki í mars.  Hann hefur alls spilað 13 leiki fyrir landsliðið þar með talinn vináttuleikur við England í júní 2012 og er hann í harðri baráttu við Thibaut Courtois um sæti í byrjunarliði Belga sem eru líklegir til að komast á HM í Brasilíu 2014.

Þrátt fyrir að tímabilið 2012-13 hafi verið erfitt fyrir Sunderland stóð Mignolet sig einna best og var þetta hans besta tímabil síðan hann kom til Englands.  Hann spilaði alla 38 leiki liðsins í deildinni og hélt markinu hreinu í 11 leikjum sem var fimmti besti árangur markvarðar í deildinni það tímabilið.  Eiginleiki hans til að koma í veg fyrir mörk var sýnilegur í fjölda varðra skota á tímabilinu, alls 149 sem var næst besti árangur deildarinnar á eftir Jussi Jaaskalainen.

Sumarið 2013 keypti Brendan Rodgers svo Mignolet til félagsins.

Tölfræðin fyrir Simon Mignolet

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2013/2014 38 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 40 - 0
2014/2015 36 - 0 7 - 0 3 - 0 8 - 0 0 - 0 54 - 0
2015/2016 34 - 0 3 - 0 3 - 0 15 - 0 0 - 0 55 - 0
2016/2017 28 - 0 0 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 31 - 0
2017/2018 19 - 0 1 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 22 - 0
2018/2019 0 - 0 1 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0
Samtals 155 - 0 12 - 0 12 - 0 25 - 0 0 - 0 204 - 0

Fréttir, greinar og annað um Simon Mignolet

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil