Fernando Torres

Fæðingardagur:
20. mars 1984
Fæðingarstaður:
Madríd, Spánn
Fyrri félög:
Atletico Madrid
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
04. júlí 2007
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Torres gekk í raðir Atletico árið 1995. Gríðarlegir hæfileikar hans voru öllum ljósir og hann var valinn besti u-15 ára leikmaður Evrópu. Hann var stjarna Spánverja sem sigraði Evrópukeppni U-16 ára landsliða árið 2001. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Frakklandi, varð markahæstur með 7 mörk í 6 leikjum og valinn besti leikmaður keppninnar. Þremur vikum síðar lék hann fyrsta leik sinn fyrir Atletico í 2. deildinni gegn Leganés.

Næsta tímabil skoraði hann einungis 6 mörk í 36 leikjum en Atletico komst upp í úrvalsdeildina. Stjarna hans skein skært á ný með spænska landsliðinu á alþjóðavettvangi sumarið 2002 þar sem hann skoraði aftur sigurmarkið í úrslitaleiknum, varð markahæstur með 4 mörk í 4 leikjum og valinn besti leikmaðurinn. Torres stóð sig með sóma á fyrsta ári sínu í úrvalsdeildinni með 13 mörk í 29 leikjum en annað tímabil hans sló hann virkilega í gegn og varð ofurstjarna. Hann skoraði 19 mörk í 35 deildarleikjum og þreytti frumraun sína fyrir A-landsliðið. Torres skoraði 16 mörk næsta tímabil, 13 á 2005-2006 tímabilinu og 14 á lokatímabili sínu á Spáni. Samtals skoraði hann 91 mark í 214 leikjum eða 0,43 mörk að meðaltali í leik með Atletico.

Torres er stór og sterkur framherji sem var lykilmaður hjá sæmilegu liði Atletico allan sinn feril. Það hafði mikil ábyrgð hvílt á herðum hans en nú leikur hann með fleiri sterkum leikmönnum sem hafa gert hann enn betri. Rafa og eigendur félagsins gáfu andstæðingum sínum ákveðin skilaboð með því að reiða fram metupphæð, 20.2 milljónir punda fyrir þennan öfluga Spánverja.

Fyrsta tímabil Torres hjá Liverpool var hreint út sagt ótrúlegt, hann endaði sem markahæsti leikmaður liðsins, næst markahæsti leikmaður deildarinnar, einn af þeim markahæstu í Meistaradeildinni og var í þriðja sæti í kjöri á besta leikmanni heims svo eitthvað sé nefnt.
Allt byrjaði þetta þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á útivelli gegn Aston Villa í ágúst mánuði 2007 og viku seinna skoraði hann fyrsta mark sitt fyrir Liverpool en það kom á Anfield, hann lék þá illa á varnarmann Chelsea með einni hraðabreytingu og lagði hann auðveldlega í markið af þröngu færi og það hefði varla getað verið glæsilegri leið til að kynna sig á Anfield.

Seinna á tímabilinu skoraði hann þrjár þrennur, ein í Deildarbikarnum gegn Reading snemma á leiktíðinni en hinar tvær komu í tveimur leikjum í röð gegn West Ham og Middlesbrough. Hann skoraði 33 mörk á leiktíðinni í 46 leikjum, þar af 24 í ensku Úrvalsdeildinni í 33 leikjum og sló hann met Ruud van Nistelrooy yfir að skora flest mörk á sinni fyrstu leiktíð í deildinni.

Loksins hafði Liverpool fundið framherjann til að skora mörk á færibandi en hans hafði verið leitað lengi og félagið ekki haft slíkan framherja síðan Michael Owen og Robbie Fowler héldu á brott frá Liverpool á sínum tíma.

Um sumarið varð Torres Evrópumeistari með Spánverjum og skoraði hann tvö mörk í keppninni en eitt þeirra var það allra mikilvægasta á mótinu, sjálft úrslitamarkið í úrslitaleiknum!

Síðasta tímabil var í raun ekki eins gott og það fyrra en hann hafði lent í erfiðum hné meiðslum á tímabilinu sem héldu honum frá í mörgum leikjum, engu að síður skoraði hann sautján mörk í 38 leikjum og í mörg af þeim skiptum var hann að reyna að ná sér upp af meiðslum.
Hann tók þátt í Álfukeppninni í sumar þar sem fimm aðrir leikmenn Liverpool tóku þátt, hann var einn af markahæstu mönnum mótsins en hann skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum á aðeins ellefu mínútum.

Tölfræðin fyrir Fernando Torres

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2007/2008 33 - 24 1 - 0 1 - 3 11 - 6 0 - 0 46 - 33
2008/2009 24 - 14 3 - 1 2 - 0 9 - 2 0 - 0 38 - 17
2009/2010 22 - 18 2 - 0 0 - 0 8 - 4 0 - 0 32 - 22
2010/2011 23 - 9 1 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 26 - 9
Samtals 102 - 65 7 - 1 3 - 3 30 - 12 0 - 0 142 - 81

Fréttir, greinar og annað um Fernando Torres

Fréttir

Skoða önnur tímabil