Fabio Aurelio

Fæðingardagur:
24. september 1979
Fæðingarstaður:
Sao Carlos í Brasilíu
Fyrri félög:
Sao Paolo, Valencia
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2006
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Fyrsti Brasilíumaðurinn sem leikur fyrir Liverpool. Aurelío hóf feril sinn með Sao Paolo í heimalandi sínu og lék fyrsta landsleik sinn af 13 í árslok 1999 með Ronaldinho m.a. og tók þátt í Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 þar sem Brassar komust í átta liða úrslit. Hann gekk til liðs við Valencia eftir Ólympíuleikana og var sigursæll þar með Benítez, vann spænska meistaratitillinn 2002 og 2004 og Evrópubikar félagsliða þó að hann hafi ekki tekið mikinn þátt í hinu sigursæla 2003-2004 tímabili vegna fótbrots. "Ég er að fara til nýs félags þar sem þjálfarinn þekkir mig til þess að sjá hvort ég geti náð markmiðum mínum. Helstu afrek mín á ferlinum voru titlarnir með Valencia og þá var Benítez þjálfarinn minn. Hann sýndi mér mikið traust og treystir mér á ný og ég kann að meta það."  

Ferill Aurelio hjá Liverpool hefur að mestu einkennst af þrálátum meiðslum en í þau skipti sem hann er heill þá leynir sér ekki að mjög hæfileikaríkur leikmaður er hér á ferðinni.

Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool þegar liðið lagði Chelsea í baráttunni um Samfélagsskjöldin og vegna þrálátra meiðsla á tímabilinu tókst honum aðeins að leika 25 leiki á tímabilinu.

Fyrstu tvö tímabilin hans hjá félaginu voru honum erfið vegna slæmra og þrálátra meiðsla en á síðustu leiktíð fengu stuðningsmenn Liverpool heldur betur að sjá hve megnugur þessi leikmaður er. Frábærar frammistöður hans á tímabilinu í nokkrum stærstu leikjum tímabilsins náðu að vinna stuðningsmennina á hans band og ekki skemmdi það fyrir að hann skoraði tvö glæsileg mörk úr aukaspyrnum gegn Chelsea og Manchester United.

Tölfræðin fyrir Fabio Aurelio

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2006/2007 17 - 0 1 - 0 1 - 0 5 - 0 1 - 0 25 - 0
2007/2008 16 - 1 1 - 0 3 - 0 9 - 0 0 - 0 29 - 1
2008/2009 24 - 2 1 - 0 0 - 0 8 - 1 0 - 0 33 - 3
2009/2010 14 - 0 1 - 0 1 - 0 7 - 0 0 - 0 23 - 0
2010/2011 14 - 0 1 - 0 0 - 0 5 - 0 0 - 0 20 - 0
2011/2012 2 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 3 - 0
Samtals 87 - 3 6 - 0 5 - 0 34 - 1 1 - 0 133 - 4

Fréttir, greinar og annað um Fabio Aurelio

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil