| Sf. Gutt

Fabio er bjartsýnn fyrir leikinn við Real

Fabio Aurelio er bjartsýnn fyrir seinni leik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni. Hann segir að Liverpool þurfti ekki að óttast spænska stórliðið þegar liðin ganga á hólm í kvöld.

"Við þurfum ekki að óttast neina. Ég er vanur að spila á móti Real frá því ég var á Spáni og margir leikmanna okkar hafa leikið gegn liðinu. En þar fyrir utan þá erum við leikmenn Liverpool Football Club og við þurfum ekki að vera hræddir við neina mótherja. Þó svo að Real sé stórfenglegt félag og eigi glæsta sögu í Evrópukeppninni þá ber að geta þess að Liverpool hefur líka getið sér gott orð í þessari keppni."

Allir þekkja Evrópukvöldin á Anfield Road og Fabio telur að hið magnaða andrúmsloft þar muni koma Liverpool til góða. Hann segir að leikmenn Real Madrid hafi heyrt mikið um þennan magnaða leikvang.

"Þeir hafa heyrt um Anfield því það eru svo margir Spánverjar hérna. Þeir hitta leikmenn Real reglulega þegar spænska landsliðið kemur saman og þá hefur oft verið talað um Anfield. Þeir munu því eiga von á magnaðri stemmningu. Stuðningsmenn Liverpool eru þekktir fyrir að vera bestu stuðningsmenn í heimi og ég held að leikmenn Madrid eigi von á miklum stuðningi þeirra. Við lögðum mjög hart að okkur í útileiknum, spiluðum agað og vörðumst vel. Leikurinn hér verður kannski svolítið öðruvísi en ég held að Madrid muni ekki blása til látlausrar sóknar. Þeir munu örugglega sjá til og reyna að átta sig á hvernig við ætlum að spila."

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan