| Sf. Gutt

Liverpool verður alltaf liðið mitt!


Steven Gerrard segir að Liverpool verði alltaf liðið hans. Hann segir það ekkert hafa breyst þó hann færi til Skotlands og gerðist þar framkvæmdastjóri Glasgow Rangers. Hann segir félagið einstakt og stöðu liðsins mjög sterka!


,,Liverpool verður alltaf liðið mitt og ég held að engum detti annað í hug. Ég hef stutt liðið frá þeim degi þegar ég fór og mun alltaf styðja það og standa við bakið á því. Stuðningsmennirnir skapa félagið og stuðningsmenn Liverpool eru einstakir í sinni röð!"

,,Liverpool hefur verið geysilega sterkt síðustu árin og liðið veitti Manchester City harða keppni í fyrra. Liðið hefur verið í mjög góðu formi býsna lengi og Jürgen á mikið hrós skilið fyrir það frábæra starf sem hann hefur unnið."


,,Liðið spilar mjög skemmtilega knattspyrnu sem gaman er að horfa á. Liðið er mjög samhent og allir stefna að sama marki. Það er mjög erfitt að spila á móti liðinu því allar stöður á vellinum eru vel skipaðar. Andlegur styrkur liðsins er gríðarlegur. Af þeim sökum hlakka ég virkilega til að fylgjast með liðinu næstu árin því ég held að það eigi alla möguleika á að verða mjög sigursælt og það viljum við stuðningsmenn Liverpool auðvitað allir sem einn!" 

Steven hefur stundum sést á leikjum Liverpool eftir að hann gerðist framkvæmdastjóri Rangers. Hann var til dæmis uppi í stúku í Madríd í fyrra þegar Liverpool vann Evrópubikarinn. Eins hefur hann oft sett inn hamingjuóskir á Instagram síðu sína þegar góðir sigrar hafa unnist. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan