| Sf. Gutt

Aftur í sólina!

Enn er Jürgen Klopp farinn með lið sitt til æfinga suður í lönd. Liðið verður næstu fjóra daga á Marbella á Spáni. Næsti leikur Liverpool er við Bayern Munchen í Meistaradeildinni 19. febrúar. 

Alls var 31 leikmaður tekinn með í æfingabúðirnar. Þeir eru: Fabinho, Van Dijk, Wijnaldum, Milner, Keita, Firmino, Mane, Salah, Alisson, Henderson, Sturridge, Moreno, Lallana, Oxlade-Chamberlain, Mignolet, Shaqiri, Brewster, Robertson, Origi, Matip, Phillips, Jones, Hoever, Woodburn, Kelleher, Camacho, Alexander-Arnold, Christie-Davies, Whelan og Lewis.

Dejan Lovren fór ekki með en hann er enn ekki búinn að ná sér eftir að hann tognaði aftan í læri í byrjun ársins. Ekki er víst að hann verði orðinn leikfær fyrir leikinn á móti Bayern. 

Þetta er í annað sinn sem Liverpool fer í æfingabúðir til heitari landa á árinu. Í síðasta mánuði fór liðið í nokkra daga til Dúbaí. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan