| Sf. Gutt
Hugsanlegt er að Daniel Sturridge sé kominn í sumarfrí. Brendan Rodgers sagði á blaðamannafundi í dag að óvíst sé að enski landsliðsmaðurinn spili meira með það sem eftir er af leiktíðinni. Það geti allt eins farið svo að næst sjáist til Daniel í Liverpool búningnum á undirbúningstímabilinu í sumar.
Þessi leiktíð er búin að vera mikil þrautaganga fyrir Daniel. Hann skoraði sigurmark Liverpool í fyrsta deildarleiknum þegar sigur vannst 2:1 á Southampton. Hann meiddist svo með enska landsliðinu í byrjun september og kom ekki aftur til leiks fyrr en í janúar. Hann hefur svo verið meira og minna meiddur síðan og nú blasir sumarfrí við. Daniel hefur hefur aðeins spilað 18 leiki á leiktíðinni. Hann skoraði fimm mörk í þessum leikjum en Liverpool hefur saknað hans sárlega. Alls hefur Daniel skorað 40 mörk fyrir Liverpool í 67 leikjum.
Daniel Sturridge hefur alla burði til að verða sóknarmaður í fremstu röð. Hann var lítið meiddur fyrstu tvær leiktíðir sínar með Liverpool en á þessari hefur keyrt um þverbak. Vonandi kemst hann til heilsu því hæfileikar hans eru ótvíræðir. Daniel skrifaði undir nýjan samning við Liverpool í vetur og vill vera áfram hjá félaginu sem er gott en hann þarf að vera heill heilsu.
TIL BAKA
Daniel kannski kominn í sumarfrí!

Þessi leiktíð er búin að vera mikil þrautaganga fyrir Daniel. Hann skoraði sigurmark Liverpool í fyrsta deildarleiknum þegar sigur vannst 2:1 á Southampton. Hann meiddist svo með enska landsliðinu í byrjun september og kom ekki aftur til leiks fyrr en í janúar. Hann hefur svo verið meira og minna meiddur síðan og nú blasir sumarfrí við. Daniel hefur hefur aðeins spilað 18 leiki á leiktíðinni. Hann skoraði fimm mörk í þessum leikjum en Liverpool hefur saknað hans sárlega. Alls hefur Daniel skorað 40 mörk fyrir Liverpool í 67 leikjum.
Daniel Sturridge hefur alla burði til að verða sóknarmaður í fremstu röð. Hann var lítið meiddur fyrstu tvær leiktíðir sínar með Liverpool en á þessari hefur keyrt um þverbak. Vonandi kemst hann til heilsu því hæfileikar hans eru ótvíræðir. Daniel skrifaði undir nýjan samning við Liverpool í vetur og vill vera áfram hjá félaginu sem er gott en hann þarf að vera heill heilsu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan