| Sf. Gutt

Daniel frá út árið!

Fregnir gærdagsins um að Daniel Sturridge hefði meiðst aftur voru nógu slæmar en fréttir dagsins eru sannarlega ekki betri. Illur grunur fékk staðfestingu og fréttirnar kveða á um framlengingu á meiðslafjarveru framherjans magnaða. Sex vikur gætu það orðið og því er Daniel kominn í jólafrí ef svo má segja.

Reyndar gæti hann allt eins verið eitthvað fram á nýja árið því hann meiddist nú aftur á læri en upphaflegu meiðslin í september voru einmitt lærmeiðsli. Hann meiddist svo á kálfa í millitíðinni.

Það er að æra óstöðugan að fjalla um hversu illa fjarvera Daniel Sturridge hefur farið með Liverpool og gengi liðsins. Það er svo sem ómögulegt að segja til um hvar Liverpool væri núna ef Daniel væri búinn að spila með liðinu það sem af er.

Það er þó næsta víst að Liverpool væri með mun fleiri stig en nú er. Hann er jú búinn að skora 36 mörk í 52 leikjum frá því hann kom til Liverpool.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan