| Sf. Gutt

Sigur í fyrsta leik varaliðs

Varaliðið eða undir 21. árs liðið eins og það kallast nú til dags hóf leiktíðina með góðum útisigri á Sunderland. Liverpool lék í fyrsta sinn undir stjórn Michael Beale sem tók við liðinu um daginn af Alex Inglethorpe sem var gerður að yfirmanni Akademíunnar. 

Fyrsti deildarleikur undir 21. árs liðsins fór að þessu sinni fram á heimavelli Sunderland. Leikurinn var fjörugur og bæði liði áttu færi á að komast yfir snemma og seint í leiknum. Liverpool var sterkari aðilinn á lokakafla leiksins og náði sigurmarki þegar komið var fram í viðbótartíma.

Ryan McLaughlin lék þá meðfram vítateignum frá vinstri og gaf til hægri á Semid Yesil. Hann náði ekki valdi á boltanum sem hrökk aftur til Ryan sem skoraði með skoti, frá vítateignum, sem hafnaði neðst í hægra horninu. Sigur í fyrsta leik og óskabyrjun hjá nýja þjálfarnum.

Liverpool: Ward, Randall (Wilson), Stewart, Jones, Williams, Rossiter, McLaughlin, Lussey, Peterson, Brannagan (Yesil) og Ojo (Maguire). Ónotaðir varamenn: Vigouroux og Trickett Smith.

Eins allir muna þá lék Ryan McLaughlin sinn fyrsta landsleik fyrir Norður Íra í Úrúgvæ í vor. Hann er mjög efnilegur og gæti látið að sér kveða í framtíðinni. Hann var í láni hjá Barnsley á síðustu leiktíð. 









TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan