| Sf. Gutt

Steven hættir með landsliðinu!


Tilkynnt var í dag að Steven Gerrard hafi ákveðið að hætta að spila með enska landsliðinu. Hann leggur landsliðsbúningnum sem þriðji leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins. Steven lék 114 landsleiki og skoraði 21 mark. Aðeins Peter Shilton með 125 leiki og David Beckham með 115 hafa spilað oftar fyrir hönd Englands.

  

,,Það var mjög erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég hef verið að brjóta þetta lengi með mér. Ekki bara frá því Heimsmeistarakeppninni lauk. Ég hef fengið ráð frá fólki sem stendur mér nærri, leikmönnum sem ég er ennþá að spila með, leikmönnum sem eru hættir og ég spilaði með fyrir löngu. Eins framkvæmdastjórum sem ég spilaði fyrir á árum áður."


 ,,Þetta hefur verið mjög erfið ákvörðun. Án efa ein af þeim erfiðari sem ég hef tekið frá því ég varð atvinnumaður 18 ára gamall. Eins og líkamsástnd mitt er núna og hvað líkaminn hefur gengið í gegnum þá var bara of mikið að ætla að spila landsleiki og líka með liðinu mínu. Ákvörðun mín byggist á aldri mínum, líkamsástandi og því að sýna Liverpool fulla sanngirni. Það hafði lika mikið að segja að við eigum nú sæti í Meistaradeildinni á nýjan leik."


Það varð því svo eins marga grunaði að síðasti landsleikur Steven Gerrard var leikurinn gegn Kosta Ríka á heimsmeistaramótinu í sumar. Myndin hér að ofan var einmitt tekin eftir þann leik. Landsliðsferillinn hefur verið langur og farsæll en það situr í Steven, eftir því sem hann hefur sagt, að landsliðið skyldi ekki ná betri árangri á þeim tíma sem hann lék með því. Það má þó ljóst vera að Steven getur gengið nokkuð stoltur frá borði enska landsliðsins.

Hér eru myndir frá landsliðsferli Steven af vefsíðu BBC.

Hér er myndskeið af vefsíðu BBC þar sem Steven greinir frá ákvörðun sinni.

Hér er annað myndskeið af Liverpoolfc.com.  

Hér og hér eru myndir frá landsliðsferlinum af vefsíðu The Guardian.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan