| Sf. Gutt

Daniel hrærður yfir móttökum heima

Daniel Agger fékk magnaðar móttökur hjá stuðningsmönnum Bröndby í gær þegar Liverpool kom í heimsókn til Kaupmannahafnar. Hann var hrærður yfir móttökunum hjá gamla félaginu sínu og sagði gott að koma heim aftur.

,,Þetta var allt mjög tilfinningaþrungið fyrir mig. Ég hef ekki komið hingað í mörg ár og svo fæ ég þessar móttökur. Þetta var alveg stórkostlegt. Það var gott að koma aftur til baka. Ég virklega sakna þessa staðar. Ég á margar góðan minningar héðan og þær streymdu fram á vellinum."

Daniel var spurður hvort hann hefði hugsað sér að enda ferilinn hjá Bröndby þar sem hann hófst. Hann sagði það alveg geta gerst.

,,Ef tíminn og allar aðstæður henta þá myndi ég alls ekki útiloka það. Tíminn verður þó að vera réttur. Ég hef reyndar hugsað mikið um þetta. En ég er hérna núna og einbeiti mér að því."

Liverpol er núna komið með sæti í Meistaradeildinni og Daniel hlakkar til að spila í henni á nýjan leik. 

,,Þarna vill maður vera og við erum þar á nýjan leik. Þetta verður spennandi. En knattspyrna snýst um að vinna og það er ekki nóg að vera bara með. Þetta snýst allt um að vinna. Svoleiðis á hugarfarið að vera hjá Liverpool Football Club. Það verður að halda áfram uppbyggingunni og þó það verði erfitt þá verðum við að gera betur en á síðustu leiktíð. Það er búið að kaupa marga góða leikmenn. Vonandi getum við notfært okkur það sem við lærðum í fyrra og haldið áfram á sömu braut."

Varafyrirliðinn er greinilega tilbúinn í slaginn og kemur einbeittur til leiks. Það hafa verið vangaveltur um framtíð Daniel hjá Liverpool en hann er ennþá leikmaður Liverpool hvort sem hann verður það þegar leiktíðin hefst. 

Hér má sjá Daniel Agger þakka fyrir ógleymanlegan dag á Twitter síðu sinni.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan