| Sf. Gutt

Við eigum möguleika!

Leikmenn Liverpool hafa farið varlega í allar yfirlýsingar um titilbaráttuna en Steven Gerrard segir að Liverpool eigi möguleika á að berjast um Englandsmeistaratitilinn! Hann segir þó að liðið hafi ekki reynslu af titilbaráttu og það sé verra. Steven, sem skoraði síðasta mark leiksins, hafði þetta að segja eftir hinn mikilvæga útisigur í Southampton í gær.

,,Sem fyrirliði þá er það mitt starf að halda ró í liðinu. En við eigum sannarlega möguleika. Maður þarf að búa yfir tiltrú og sjálfstrausti. Þatta var virkilega mikilvægur sigur og hann sendir ákveðinn skilaboð. Það eina sem háir okkur svolítið er að við höfum ekki reynslu. En ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá eigum við möguleika."

Steven kemur inn á reynsluleysi Liverpool í að vera með í baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Hann hefur þó einum tvisvar sinnum verið með í baráttu á lokasprettinum. Kolo Toure hefur orðið enskur meistari með Arsenal og Manchester City. Þeir Glen Johnson og Daniel Sturridge voru í liðshópi Chelsea á sínum tíma sem vann deildina. Nokkrir aðrar hafa svo orðið meistarar í öðrum löndum. En þessi liðshópur saman hefur ekki reynslu af þessari stöðu. En einhvern tíma verður allt fyrst!

Vissulega á Liverpool möguleika á Englandsmeistaratitlinum! Liðið er nú í öðru sæti með 59 stig á betra markahlutfalli en Arsenal. Chelsea leiðir deildina með fjórum stigum. Manchester City getur jafnað Chelsea en liðið á tvo leiki til góða.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan