| Grétar Magnússon

Nabil El Zhar til Levante

Marokkóski miðjumaðurinn Nabil El Zhar, sem hefur verið á mála hjá félaginu undanfarin fimm ár, hefur gengið til liðs við spænska félagið Levante.

Nabil El Zhar, sem er 24 ára átti eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool en samkomulag náðist um það að hann fengi að fara frítt frá félaginu.

Hann var á láni allt síðasta tímabil hjá gríska liðinu PAOK en það var löngu ljóst að hann átti enga framtíð fyrir sér á Anfield og hefur hann æft undanfarið með varaliðinu í Akademíunni.

Rafa Benítez keypti Nabil frá St. Etienne árið 2006 og spilaði hann alls 32 leiki fyrir Liverpool.  Hans eina mark kom í Deildarbikarleik gegn Cardiff haustið 2007. Hann tryggði þá Liverpool 2:1 sigur með glæsilegu langskoti fyrir framan The Kop.

Eftir 19 leiki tímabilið 2008-09 fékk Nabil nýjan samning en hann náði ekki að nýta sér það tækifæri. Síðasta skiptið sem hann spilaði fyrir félagið var á útivelli gegn Hull City, í 0:0 jafntefli, í maí 2010 en það var einnig síðasti leikur Rafa Benítez sem stjóri.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan