| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Hugleiðing þýðanda: Þá liggur fyrir hvað liði Liverpool mætir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið spenntir eftir að fá fregnir af því. Samt kemur alltaf að þeirri staðreynd að gengið í deildinni skiptir mestu. Það yrði stórkostlegt ef Liverpool myndi vinna Evrópubikarinn í Moskvu í vor en sá sigur myndi ekki verða eins sætur ef liðið næði ekki einu af fjórum efstu sætunum í deildinni. Ekki yrði það betra ef Everton næði að skjóta Liverpool ref fyrir rass. Allt fór þó vel vorið 2005 en Liverpool má bara ekki missa af sæti í Meistaradeildinni á neinni leiktíð!

Rafael Benítez sagði enn einu sinni snilldarlega á ráðin gegn Inter og Ítalíumeistararnir, sem hafa verið svo gott sem ósigrandi síðasta árið eða svo, áttu engin svör við leik Liverpool. Margir undrast það hvernig Rafael nær alltaf að kláta leik Liverpool smella saman í Evrópuleikjum. Hann hefur sjálfur sagt að sér reynist miklu auðveldara að leggja upp leiki gegn liðum frá meginlandinu. Leikir gegn enskum liðum eru einfaldlega óútreiknanlegir. Reading er eitt af þessum liðum sem erfitt er að reikna út. Eftir hroðalegt gegni frá jólum hefur liðið nú náð að hala inn tvo sigra í röð. Liverpool verður nú að stöðva þá sigurgöngu með öllum þeim ráðum sem Rafael Benítez hefur yfir að ráða. Liverpool á lengri sigurgöngu að baki en Reading í síðustu leikjum og hún þarf að lengjast enn meira ef vel á að vera!

Liverpool gegn Reading á síðustu sparktíð: Dirk Kuyt sá um markaskorunina í þessum leik. Hann fór ekki heim með keppnisboltann en það mátti ekki miklu muna. Liverpool og Reading höfðu, fyrir síðustu leiktíð, aldrei leitt saman hesta sína en það hefur sannarlega orðið breyting á því.

 

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Reading


Liverpool gengur vel, eins og allir vita, og mér fannst liðið hafa stjórn á gangi mála frá uphhafi til enda í útileiknum gegn Inter Milan núna í miðri vikunni. Á hinn bóginn þá hefur Reading, nema í leiknum gegn Middlesborough, ekki verið sannfærandi í útileikjum sínum. Liðið er búið að vinna tvo góða sigra í röð en ég held að það muni ekki hafa neitt upp úr krafsinu í að þessu sinni.

Úrskurður: Liverpool v Reading 2:0.

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan