Dominic Matteo

Fæðingardagur:
24. apríl 1974
Fæðingarstaður:
Dumfries, Skotlandi
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. janúar 1900
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Dominic er alinn upp hjá Liverpool og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu haustið 1993. Matteo hefur leikið flestar stöður á vellinum: vinstra megin á miðjunni, kant-bakk, miðvörð og vinstri bakvörð. Matteo er hrifnastur af vinstri bakverðinum: "Ég byrjaði í þessari stöðu er ég kom til Liverpool sem unglingur. Þegar þú spilar sem miðvörður þarftu oft að halda þig tilbaka og verjast en mér finnst að ég sé mjög góður í að sækja fram á við".

Danski miðjusnillingurinn Jan Molby vill að Matteo leiki á miðjunni. "Ég spilaði við hlið Matteo á miðjunni 1993 og það var mjög ánægjuleg reynsla. Liverpool þarfnast leikmanns sem hleypur teiganna á milli, spilar rétt fyrir aftan framherjanna en bakkar nógu mikið til að hjálpa vörninni. Matteo er rétti maðurinn í það hlutverk. Liverpool hefur Patrik Berger en hann er mun sókndjarfari leikmaður. Helsti galli Dominic að hann er ekki nógu aggressívur. Ég myndi vilja sjá hann fara af meiri hörku í mótherja sína. Einnig þegar hann var stundum settur út úr liðinu fannst mér hann taka því of vel. Það er stundum gott að berja í borðið og heimta skýr svör á því hvers vegna þú varst settur út úr liðinu".

Matteo áttar sig á því að margir telja að hann ætti að vera búinn að taka mun meiri framförum sem leikmaður en hann hefur þegar gert. "Fólk segir að ég ætti að vera búinn að gera hitt og þetta en ég er í mjög góðu formi núna og framtíðin er mín. Ég er ekki að reyna að afsaka mig en ég hef lent í meiðslum á mikilvægum augnablikum á ferli mínum. Ég vona að það sé allt að baki mér nú og ég fái tækifæri á að sanna mig í liðinu".

Því miður rættist það ekki og hann hraktist til Leeds þar sem hann tók við fyrirliðastöðunni og gekk síðar til liðs við úrvalsdeildarlið Blackburn þar sem hann hefur staðið sig með sóma.

Tölfræðin fyrir Dominic Matteo

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
1999/2000 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Dominic Matteo

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil